Högg á laxamarkað

Bíldudalur. Vænum vestfirskum gæðalaxi pakkað fyrir Evrópumarkað.
Bíldudalur. Vænum vestfirskum gæðalaxi pakkað fyrir Evrópumarkað.

„Mér sýnist að menn séu almennt að búast við því að verðið verði lágt næstu misserin og þetta geti orðið jóla- og páskavertíð með öðru sniði en verið hefur undanfarin ár,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax.

Verð á eldislaxi lækkaði í síðustu viku og samkvæmt fréttum norskra vefmiðla er verðið sem einstaka seljendur eru að fá það lægsta í fimm ár. Ástæðan er viðbrögð markaðarins við aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar í Evrópu og útgöngubanni og lokun veitingastaða vegna ástandsins.

Veturinn er mikilvægasti sölutími laxaafurða, ekki síst aðventa, jól, fasta og páskar. Á sama tíma er framleiðslan að nálgast hámark þannig að mikið framboð er af laxi. Meðalverð á laxi var 46 norskar krónur á kílóið í 42. viku ársins sem svarar til um 700 króna íslenskra. Vísbendingar eru um að verðið hafi lækkað talsvert í síðustu viku og hafi farið undir 40 kr. norskar sem svarar til um 600 kr. íslenskra.

„Þróunin mun skýrast betur í þessari viku. Ég hef þá trú að matvæli muni alltaf finna sér leið inn á markaðinn. Menn laga sig að nýjum aðstæðum. Það hefur sýnt sig í þessum faraldri,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish á Vestfjörðum, í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert