Leiðtogafundur um Covid-19

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, situr fundinn.
António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, situr fundinn. AFP

Leiðtogafundur norrænu forsætisráðherranna og þingmanna Norðurlandaráðs um Covid-19 fór fram nú síðdegis. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sat einnig fundinn sem var fjarfundur.

Þing Norðurlandaráðs hefði átt að fara fram 26. og 27. október næstkomandi í Hörpunni og hefði sennilega orðið einn stærsti viðburður ársins með helstu frammámönnum og -konum af Norðurlöndunum ásamt því að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hefur þegið boð um þátttöku, að því er fram kemur í tilkynningu.

Vegna ástandsins í heiminum fer þingið fram með rafrænum hætti.

Þetta er í fyrsta sinn sem norrænum þingmönnum gefst færi á að ræða heimsfaraldur COVID-19 við forsætisráðherrana og leggja fyrir þá spurningar milliliðalaust.

Fundurinn stendur í eina og hálfa klukkustund. Fyrstu 45 mínúturnar mun aðalritari Sameinuðu þjóðanna deila sinni sýn á faraldurinn út frá alþjóðlegu sjónarhorni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert