Nýir útveggir verða verða settir á vesturhlið húss Orkuveitunnar á Bæjarhálsi. Burðarvirki hússins er á súlum sem gerir kleift að skipta veggjunum út og þannig er ætlunin að uppræta myglu og gera húsið nothæft að nýju. Þetta kemur fram í kynningu Orkuveitunnar á næstu skrefum í lagfæringum á húsinu sem hefur staðið tómt um árabil.
Útboð vegna vinnu við endurbygginguna er nú hafið og vonast er til að endurbyggt hús verði tilbúið um sumarið 2023. Meðfylgjandi er myndband um endurbæturnar sem Orkuveitan lét gera þar sem Bjarni Bjarnason forstjóri OR og Grettir Haraldsson verkefnisstjóri fara yfir stöðuna og skrefin fram undan.
Áður hefur verið fjallað um hönnun vegna framkvæmdanna hér á mbl.is.