Riða á bæjunum Grænumýri og Syðri-Hofdölum í Blönduhlíð og Hofi í Hjaltadal hefur verið staðfest. Sauðféð sem riðan greindist í kom frá Stóru-Ökrum þar sem riða var staðfest í síðustu viku. Ákvörðun um niðurskurð liggur ekki fyrir að svo stöddu en frekari rannsóknir standa yfir.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.
Þar segir enn fremur að um tvö þúsund sýni hafi verið tekin úr sauðfé innan Tröllaskagahólfs frá því að grunur um riðu kom upp, ásamt því að kortleggja flutninga sauðfjár til og frá bæjum innan hólfsins.
Upplýst verði um frekari niðurstöður um leið og þær liggja fyrir.