Nú hafa 117 smit greinst sem rakin eru til hópsmitsins á Landakoti. Þar af eru 60 sjúklingar og 57 starfsmenn. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu farsóttanefndar og viðbragðsstjórnar Landspítalans.
Alls er nú 61 inniliggjandi á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar, þar af eru tveir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Frá upphafi þriðju bylgju faraldurins hafa 123 lagst inn á spítala vegna veirunnar.
Á Covid-göngudeild Landspítala eru nú 1.086 sjúklingar undir eftirliti lækna, þar af 193 börn. Af starfsfólki Landspítala eru 57 í einangrun og 269 í sóttkví.