Á fleygiferð við hreinsun

Hrafn Jökulsson hefur í 170 daga verið í fjöruhreinsun.
Hrafn Jökulsson hefur í 170 daga verið í fjöruhreinsun. Ljósmynd/Aðsend

Hrafn Jökulsson og félagar hans í Veraldarvinum hafa í allt sumar unnið við fjöruhreinsun í Strandasýslu og víðar.

Ókjör af plasti og öðru drasli hafa verið fjarlægð og segir Hrafn að mikið verk sé að vinna. Hann segist tilbúinn að vinna kauplaust næstu fjögur árin við hreinsun á fimm þúsund kílómetra strandlengju landsins.

Veraldarvinir eru á fleygiferð í þessu starfi að sögn Hrafns. „Við í Veraldarvinum erum með allt sem þarf til að klára verkefnið innan tveggja ára,“ segir hann.

Við þá sem kvarta yfir því að komast ekki í líkamsræktarstöðvar segir Hrafn að ef fólk vanti verkefni sé kjörið að fara niður í fjöru til að vinna og fá ferskt loft, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta framtak í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert