Andlát: Róbert Trausti Árnason

Róbert Trausti Árnason
Róbert Trausti Árnason

Ró­bert Trausti Árna­son, fyrr­ver­andi sendi­herra, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans 23. októ­ber sl., 69 ára að aldri.

Ró­bert Trausti fædd­ist í Reykja­vík 24. apríl 1951. For­eldr­ar hans voru Anna Áslaug Guðmunds­dótt­ir og Árni Guðmunds­son. Ró­bert Trausti lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1973 og BA-prófi frá Fé­lags­vís­inda­deild Há­skóla Íslands árið 1979. Hann stundaði fram­halds­nám við Qu­een's Uni­versity í King­st­on, Kan­ada og lauk þaðan MA-prófi í stjórn­mála­fræði árið 1981. Með námi sínu vann Ró­bert Trausti ýmis störf, var m.a. þulur hjá Rík­is­út­varp­inu um skeið.

Eft­ir að hann lauk námi í Kan­ada var hann ráðinn til starfa hjá Atlants­hafs­banda­lag­inu og starfaði sem upp­lýs­inga­full­trúi þess í Brus­sel í Belg­íu 1981-86. Þá hóf Ró­bert Trausti störf hjá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu og sinnti ýms­um verk­efn­um bæði hér heima og er­lend­is. Hann var skipaður sendi­herra árið 1990, var skrif­stofu­stjóri varn­ar­mála­skrif­stofu 1990-1994 og ráðuneyt­is­stjóri 1994-1995. Árið 1996 var Ró­bert Trausti skipaður sendi­herra Íslands í Dan­mörku og gegndi því starfi til árs­ins 1999 þegar hann tók við embætti for­seta­rit­ara. Ró­bert Trausti lét af því starfi í mars árið 2000 þegar hann varð for­stjóri Kefla­vík­ur­verk­taka. Eft­ir að hann lauk störf­um hjá Kefla­vík­ur­verk­tök­um árið 2003 starfaði hann m.a. hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem sér­leg­ur er­ind­reki í Brus­sel og hér heima.

Ró­berti Trausta var sýnd­ur marg­vís­leg­ur sómi á starfs­ferli sín­um, hann var t.d. sæmd­ur stór­krossi Dann­e­brogs­orðunn­ar árið 1996.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Ró­berts Trausta er Klara Hilm­ars­dótt­ir guðfræðing­ur. Syn­ir Klöru eru Kristján Þórðar­son og Hilm­ar Þórðar­son.

Útför Ró­berts Trausta fer fram frá Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík 9. nóv­em­ber 2020 kl. 13. Vegna aðstæðna í þjóðfé­lag­inu og fjölda­tak­mark­ana verða aðeins nán­ustu aðstand­end­ur viðstadd­ir en streymt verður frá at­höfn­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka