Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar klukkan 13:00 í Hörpu þar sem kynntar voru hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.
Hér má sjá upptöku frá fundinum.
Sóttvarnalæknir skilaði tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær og fundaði ríkisstjórnin vegna þeirra í morgun.
Hluti ráðherra ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur mun vera til svars á fundinum auk þríeykisins.
„Þetta snýr bara að því að takmarka hópa sem mest. Snýst um fjarlægðarmörkin og snýst um sameiginlega snertifleti,“ segir Þórólfur í samtali við mbl.is í fyrradag um aðgerðirnar.