Kringlumýrarbraut í Reykjavík, milli Háaleitisbrautar og Laugavegs, verður lokað klukkan 10 í fyrramálið (31. október) vegna vinnu við að endurbora borholu Veitna, sem er á lóð fyrirtækisins við Bolholt 5 milli Kauphallarinnar og Valhallar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum.
Þar segir að borholan RG-20 sé ein sú gjöfulasta sem fyrirtækið býr yfir og hefur hún skaffað borgarbúum heitt vatn frá árinu 1963.
„Framkvæmdin hefur miðað að því að koma öflugri dælu í holuna og þannig ná upp meira magni af heitu vatni,“ segir í tilkynningunni. Gert ráð fyrir að lokunin standi í nokkrar klukkustundir.