Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar kl. 13:00

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Arnþór

Boðað verður til blaðamannafundar klukkan 13.00 í dag til þess að kynna reglugerð ríkisstjórnarinnar um frekari sóttvarnaaðgerðir vegna Covid-19-faraldursins. Ríkisstjórnin fundar nú í Ráðherrabústaðnum. Fundurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Hluti ráðherra mun vera til svars auk þríeykisins.

Viðbúið er að á fundinum verði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Líkur eru á því að aðgerðirnar lúti m.a. að frekari fjöldatakmörkunum líkt og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði í samtali við mbl.is í fyrradag. 

 „Þetta snýr bara að því að tak­marka hópa sem mest. Snýst um fjar­lægðarmörk­in og snýst um sam­eig­in­lega snertifleti,“ seg­ir Þórólf­ur í samtali við mbl.is í fyrradag. 

Tilkynning frá ríkisstjórninni um fundinn

Fundurinn verður í Silfurbergi og er 20 manna hámark. Hægt verður að fylgjast með útsendingu á ruv.is og visir.is á meðan á fundinum stendur.  

Boðið verður upp á spurningar úr sal og viðtöl að loknum fundi en fjölmiðlar eru beðnir um að hafa eins fáa í salnum og mögulegt er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert