Segir aðgerðirnar ekki hafa virkað

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að það hafi komið …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að það hafi komið til hertra aðgerða en fyrri aðgerðir hafa ekki verið að virka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það eru vonbrigði að þurfa að tilkynna ákvarðanir um hertar aðgerðir, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í færslu á facebooksíðu sinni í kvöld. Hún segir aðgerðirnar til þess fallnar að ná tökum á faraldrinum eins skjótt og hægt er.

„Staðreyndin er einfaldlega sú að þær aðgerðir sem hafa verið í gildi að undanförnu eru ekki að virka sem skyldi. Mikilvægt er að bregðast við því en um leið verður að fara eins varlega í sakirnar og mögulega er unnt,“ segir hún.

Hún segir einu kostina í stöðunni hafa verið að annaðhvort hafa aðgerðir „sem eru ekki að virka“ í lengri tíma eða „grípa til nokkuð afgerandi takmarkana í tiltölulega skamman tíma sem við teljum að geti orðið árangursríkar og gert það að verkum að þjóðlífið geti færst í eðlilegra horf í tæka tíð fyrir jól og áramót“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert