Alls greindust 56 kórónuveirusmit innanlands í gær. Nú eru 979 í einangrun en þeir voru 996 í gær. Á spítala eru 64 sjúklingar veikir af Covid-19 og af þeim eru 4 á gjörgæslu.
17 af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar við greiningu en hinir 39 voru í sóttkví.
Fjögur smit greindist við landamæraskimun í gær en þau bíða öll mótefnamælingar.
1.862 eru í sóttkví og 1.294 eru í skimunarsóttkví en í þeim hópi eru þeir sem þurfa að fara í sóttkví á milli skimana á landamærunum.
Um 1.700 sýni voru tekin innanlands í gær og 397 við landamærin.
Nýgengi smita innanlands á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikurnar er nú 209,7 en 25,6 við landamærin.
Fréttin hefur verið uppfærð