56 ný smit innanlands

Fólk bíður eftir sýnatöku vegna Covid-19.
Fólk bíður eftir sýnatöku vegna Covid-19. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greind­ust 56 kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær. Nú eru 979 í ein­angr­un en þeir voru 996 í gær. Á spít­ala eru 64 sjúk­ling­ar veik­ir af Covid-19 og af þeim eru 4 á gjör­gæslu. 

17 af þeim sem greind­ust í gær voru utan sótt­kví­ar við grein­ingu en hinir 39 voru í sótt­kví. 

Fjögur smit greind­ist við landa­mæra­skimun í gær en þau bíða öll mótefnamælingar.

1.862 eru í sótt­kví og 1.294 eru í skimun­ar­sótt­kví en í þeim hópi eru þeir sem þurfa að fara í sótt­kví á milli skim­ana á landa­mær­un­um. 

Um 1.700 sýni voru tek­in inn­an­lands í gær og 397 við landa­mær­in. 

Ný­gengi smita inn­an­lands á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vik­urn­ar er nú 209,7 en 25,6 við landa­mær­in.  

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert