„Mér finnst ég vera heppin á hverjum degi,“ segir Ayça Eriskin, 25 ára tyrknesk kona sem fann ástina á Íslandi í fyrra. Sá heppni heitir Guðjón Sveinsson og giftu þau sig í Istanbúl í maí.
Guðjón var með annan fótinn í Tyrklandi í vetur en hann var fastur þar vegna kórónuveirunnar. Það gekk á ýmsu að fá leyfi fyrir eiginkonuna til að setjast hér að en að lokum gátu ungu hjónin hafið líf sitt saman á Íslandi, með litla hvolpinum Flóka.
Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins segja þau frá ástinni sem sigraði að lokum, þrátt fyrir hindranir, fjarlægðir og kórónuveiru.
Lesa má viðtalið í heild sinni hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins.