Ég óttaðist mest að deyja

Beta Reynis hefur staðið af sér margan storminn á lífsins …
Beta Reynis hefur staðið af sér margan storminn á lífsins vegferð og segist nú hafa fundið hamingjuna. Hún tók vitundarvíkkandi lyf sem hún segir hafa breytt lífi sínu. mbl.is/Ásdís

Lífið fer oft und­ar­leg­ar króka­leiðir og áföll dynja á sem eng­inn get­ur séð fyr­ir. Lík­am­inn get­ur gefið sig án fyr­ir­vara og í sál­inni er stund­um ein­ung­is myrk­ur og sorg. Það hef­ur Elísa­bet Reyn­is­dótt­ir reynt á eig­in skinni. Þessi rúm­lega fimm­tuga flotta kona hef­ur lent í meiri hremm­ing­um í líf­inu en við flest. Í nýrri bók sem Val­geir Skag­fjörð skrif­ar seg­ir Beta frá lífi sínu, sorg­um og áföll­um og hvernig hún vann úr þeim. Bók­in er ekki ævi­saga, held­ur þroska­saga, enda er lífið bara rétt að byrja hjá Betu sem stend­ur nú á tíma­mót­um. Heils­an og ham­ingj­an er nefni­lega loks­ins kom­in til baka eft­ir mikl­ar þrekraun­ir.

Blaðamaður hitti Betu á skrif­stofu henn­ar, en hún seg­ist vera í drauma­vinn­unni sem nær­ing­ar­ráðgjafi og fyr­ir­les­ari. Beta lagði spil­in á borðið í bók­inni en þar seg­ir hún frá lífs­hlaupi sínu og hvernig hún komst loks í höfn.

Fór heim sjö mánuðum síðar

Þegar Beta var um þrítug var hún í sam­búð með tvö lít­il börn, fimm ára dreng og ný­fædda stúlku. Lífið virt­ist brosa við unga par­inu.

„Ég var alltaf mjög frísk en á þess­um tíma var ég að mis­bjóða mér með streitu. Ég vann mikið og fann það þegar ég fór í fæðing­una að ég var lík­am­lega ofboðslega þreytt og ég var of þung. Ég hafði gengið mjög nærri mér. Fæðing­in var í raun ekk­ert erfið en ég var mjög blóðlaus eft­ir fæðing­una. Mér var gefið blóð, þótt ég hefði verið al­gjör­lega mót­fall­in því. En það var ekk­ert annað hægt. Og eft­ir það varð heilsa mín sí­fellt verri. Ég hef oft spáð í það hvort blóðgjöf­in hafi verið áhrifa­vald­ur. Þegar dótt­ir mín var aðeins um tveggja mánaða gat ég ekki vaknað til að gefa henni brjóst. Í janú­ar fór ég að fá skrítna til­finn­ingu í hönd­um, eins og vöðva­bólgu. Það fór svo niður í fæt­ur og ég fann fyr­ir mátt­leysi um all­an lík­amann og ofboðsleg­um sárs­auka,“ seg­ir Beta og seg­ist ekki hafa getað lyft hlut­um á þess­um tíma, eins og burðarstóli ung­barns­ins.

„Það fannst ekk­ert að mér og svo er ég svo mik­ill töffari. Ég var í af­neit­un að það væri eitt­hvað al­var­legt að,“ seg­ir hún.

 „Ég var líka orðin óstöðug á fót­um og þetta var allt frek­ar und­ar­legt. Ég gat ekki skipt á barn­inu því fín­hreyf­ing­ar voru ekki til staðar. En af­neit­un­in er sterk; ég vildi trúa því af öllu hjarta að þetta væri bara vöðva­bólga,“ seg­ir hún.

„Svo kom áfallið. Ég vissi það þegar ég var var eitt sinn úti að borða með vin­kon­um mín­um og fann að ég gat ekki kyngt að það væri eitt­hvað al­var­legt að. Ég hringdi þá á heilsu­gæslu­stöðina og náði akkúrat sam­bandi við lækni sem þekkti strax öll ein­kenn­in. Hún sagði mér að koma strax,“ seg­ir Beta og seg­ist í kjöl­farið hafa greinst með sjálfsof­næm­is­sjúk­dóm­inn Guillain-Bar­ré-heil­kenni.

„Heim­il­is­lækn­ir­inn sendi mig beint upp á spít­ala, því hana grunaði strax að ég væri með þenn­an sjúk­dóm. Ég mætti þangað með tann­bursta og eitt tíma­rit, hald­andi að ég yrði kannski lögð inn eina nótt. Ég fór heim sjö mánuðum síðar.“

Lömuð á Grens­ás

Betu var strax gefið mót­efni til að efla ónæmis­kerfið og lá hún inni í tíu daga. Þrátt fyr­ir það hrakaði henni hratt.

„Ég datt á Borg­ar­spít­al­an­um og lamaðist meira, en náði að hanga í göngugrind. Ég var send þaðan á Grens­ás og þá datt ég aft­ur og var þá end­an­lega lömuð.“

Í bók­inni lýs­ir Beta þessu svona: „Nú stend­ur hjóla­stóll und­ir glugg­an­um sem mér er ætlað að setj­ast í. Ég er reið. Ég hvæsi á starfs­fólkið: „Viljið þið taka burtu þenn­an hjól­stól.“ Ég sný upp á mig og geri til­raun til að velta mér til veggj­ar en get auðvitað eng­an veg­inn snúið mér. Hins veg­ar ætla ég mér ekki að setj­ast í þenn­an hjóla­stól. Samt er ég lömuð. Ég er líka lömuð af hræðslu en læt samt eng­an bil­bug á mér finna og ít­reka ósk mína um að hjóla­stóll­inn verði fjar­lægður úr her­berg­inu.“

Þú ert þarna rúm­lega þrítug með fimm ára barn og annað nokk­urra mánaða, allt í einu lömuð á Grens­ás­deild­inni. Hvernig tókstu þessu öllu sam­an?

„Ég tók þessu ótrú­lega vel á þess­um tíma. Það er þetta með hetju­skap­inn. En ég var samt al­veg ótta­sleg­in. Ég óttaðist mest að deyja,“ seg­ir Beta og út­skýr­ir að sum­ir sem sjúk­dóm­inn fá lenda í önd­un­ar­vél og ekki all­ir lifa hann af. Flest­ir jafna sig að mestu á inn­an við ári, en löm­un er al­geng í ferl­inu.

„Ég gat ekki sagt frá ótt­an­um mín­um og það var ekki fyrr en ég vann að þess­ari bók að ég skildi ótt­ann; gat tekið hann í sátt og sýnt hon­um virðingu. Ekki lokað hann niðri í djúpi sál­ar­inn­ar og leyft hon­um að dvelja þar og valda mér skaða. Með þess­ari bók fékk ég að sjá hversu mikið afl ótt­inn er og and­styggi­leg­ur ef við leyf­um hon­um að hafa yf­ir­hönd­ina.“

Var á hræðileg­um stað

Hvað tók við að lok­inni meðferð á Grens­ás?

„Í einu orði sagt hræðileg ár. Það tók mig sjö ár að ná heilsu, en ég þjáðist af síþreytu og ofboðsleg­um verkj­um. Ég man ég opnaði aug­un á morgn­ana ofurþreytt og kval­in. Ég gat með herkj­um komið tveim­ur börn­um í skóla og leik­skóla og fór svo aft­ur heim og svaf fram yfir há­degi. Ég náði kannski að fara í mesta lagi út í búð áður en ég náði í stelp­una á leik­skól­ann. Ég var alltaf heima og lifði bara í þessu af­markaða um­hverfi,“ seg­ir Beta og seg­ir að árið 2003 hafi hún fengið streptó­kokka í blóðið og þar með var botn­in­um náð heilsu­fars­lega. Hún endaði í end­ur­hæf­ingu á Reykjalundi. Það var eng­in önn­ur leið en upp.

„Ein vin­kona mín sagði að þetta gæti ekki átt að vera svona, ég væri meira dáin held­ur en lif­andi,“ seg­ir Beta og seg­ir að hún hafi smátt og smátt náð heilsu til að lifa. Hún komst aft­ur út á vinnu­markaðinn, þótt það hefði tekið mörg ár að ná því mark­miði.
En þrátt fyr­ir að lík­am­leg geta hafi smátt og smátt komið til baka, leitaði Beta mikið í mat á þess­um árum og seg­ir að and­lega hliðin hafi ekki verið góð.

 „Ég var lág í öll­um víta­mín­um og lík­am­inn í slæmu formi. Ef ég hefði fengið réttu aðstoðina þarna, tel að ég hefði getað náð mér miklu fyrr. Ég bjargaði mér sjálf með því að fara til Dan­merk­ur í nær­ing­arþerapíu, sem var krafta­verki lík­ast að ég gæti. Ég var lif­andi dauð og það var bara eins og ein­hver hefði rétt mér súr­efn­is­grímu. Ég flakkaði á milli land­anna en ég fór einu sinni í mánuði út í námið. Þar hófst minn bata­fer­ill. Ég bjargaði mér með réttri nær­ingu, með fé­lags­leg­um tengsl­um og með því að lifa líf­inu. Ég segi alltaf að ég hafi farið í nær­ing­arþerapíu til að bjarga sjálfri mér. Núna veit ég hvað lífs­gæði skipta miklu máli sama hvað er að hrjá okk­ur. Þarna var ég á hræðileg­um stað. Og and­lega leið mér illa og ég hefði sár­lega þurft hjálp,“ seg­ir hún og seg­ir að á þess­um tíma hafi allt þetta álag komið niður á sam­band­inu henn­ar og mak­ans, eðli­lega.

„En við náðum að sigla í gegn­um veik­ind­in. Þetta var líka vond staða fyr­ir hann, ekki gat hann farið frá veikri konu með tvö lít­il börn,“ seg­ir Beta og seg­ir þau hafa með seiglu náð 23 árum sam­an áður en til skilnaðar kom.

Vildi binda enda á lífið

„Árið 2016 gerðust marg­ir erfiðir hlut­ir. Ég tók master­s­verk­efnið mitt. Ég var í sjálfs­skoðun og sam­bandið mitt og eig­in­manns­ins hékk á bláþræði. Því fór sem fór og ég var ást­fang­in af öðrum manni og bað strax um skilnað enda var ljóst að við vor­um að sigla í strand,“ seg­ir Beta. Hjóna­bandið endaði, en sam­band Betu við nýja mann­inn ent­ist ekki.

„Eig­um við ekki bara að trúa því að hann hafi verið send­ur inn á leik­sviðið til að breyta mál­un­um, ég veit það ekki. En þetta tvennt; skilnaður minn og þetta stutta ástar­sam­band, kom mér á myrk­asta stað sem ég hef upp­lifað. Ég hafði upp­lifað lík­am­lega bug­un en þarna upp­lifði ég al­gjört and­legt hrun,“ seg­ir Beta og seg­ist hafa farið niður í svart­asta hyl­dýpi.

 „Ég gekk svo langt að það munaði litlu að ég mundi end­an­lega enda þetta líf. Það var ekki út­hugsað en mér leið svo illa að þegar ég var að keyra niður Holta­vörðuheiði upp­lifði ég þann dimm­asta stað sem ég hef verið á og al­gjört hel­víti, ég var ekki með sjálfri mér og ég sá bara svart. Ég fann að ég gat ekki meir. Ég ætlaði að keyra fram­an á stór­an vöru­bíl. Þetta var ekki rök­rétt hugs­un en það var bara allt svart. En eitt­hvað kippti mér úr þess­ari hugs­un. Og ég get sagt þér það, eft­ir að hafa upp­lifað bæði lík­am­legt og and­legt hrun, að and­legt hrun er það viðbjóðsleg­asta sem til er,“ seg­ir Beta sem leitaði sér hjálp­ar á þess­um tíma. 
„Ég var í mik­illi sorg. Ég fór til geðlækn­is, sál­fræðings, á Al-Anon-fundi og leitaði til vina minna. Ég var kom­in í rosa­lega meðvirkni og and­lega bug­un. Eft­ir skilnaðinn þurfti ég að flytja, ganga frá öllu og hugsa um alla, og ég bara hrundi.“

Að opna á sárs­auk­ann

Beta seg­ir að upp­hafið að bóka­skrif­un­um hafi verið að hún hafði farið í nokk­ur viðtöl og var í kjöl­farið beðin um að skrifa bók um nær­ing­ar­fræði og hvernig hún hefði jafnað mig á heilsu­brest­in­um.

„Ég fann að ég gat ekki meir. Ég ætlaði að …
„Ég fann að ég gat ekki meir. Ég ætlaði að keyra fram­an á stór­an vöru­bíl. Þetta var ekki rök­rétt hugs­un en það var bara allt svart. En eitt­hvað kippti mér úr þess­ari hugs­un,“ seg­ir Beta sem fór and­lega niður í dýpstu dali. mbl.is/Á​sdís

 „En sá rit­stjóri datt út. Á sama tíma hafði ég hitt Val­geir í gegn­um and­leg­an hóp sem ég til­heyri. Eitt­hvað hvíslaði að mér að hafa sam­band við hann og ég hringdi í hann. Hann var þá stadd­ur í fjall­göngu og ég spurði hvort hann vildi vera rit­stjóri bók­ar minn­ar. Hann sagði bara strax já, eins og hann hefði verið að bíða eft­ir þessu sím­tali. Kvöldið sem ég hitti hann var ég illa fyr­ir­kölluð þannig að við ákváðum að fara sam­an í sum­ar­bú­stað um þá helgi. Á öðrum degi seg­ir hann að bók­in eigi ekki að vera um nær­ing­ar­fræði og bat­ann, held­ur vill hann segja mína sögu í heild. Við byrjuðum á bók­inni en ég vildi hætta við hana; ég vildi ekki opna á þetta flóð, þenn­an sárs­auka. Mér fannst líka erfitt að það myndi halla á minn fyrr­ver­andi mann, því ég myndi auðvitað þurfa að tala um erfiðu árin í kring­um veik­ind­in. En Val­geir sagði að ég myndi eng­an meiða; hann væri að segja mína sögu.“

Þrá­hyggj­an var að drepa mig

Á síðasta ári steig Beta skref sem hún seg­ir hisp­urs­laust frá í bók­inni; skref sem hún seg­ir hafa breytt lífi sínu.

„Ég fór í aya­huasca-meðferð í des­em­ber. Ég vissi varla hvað þetta var þá. Þetta er hug­víkk­andi efni og ég var síðust allra til þess að fara að taka þetta. En ein­hvern veg­inn hef­ur lífið leitt mig áfram í ótrú­leg­ustu æv­in­týri,“ seg­ir hún og seg­ist hafa hitt fyr­ir til­vilj­un fólk sem teng­ist þess­um meðferðum. For­vitn­in vaknaði.

„Á þeim tíma var ég enn alltaf með hnút í mag­an­um, alltaf með kvíða og sé það núna að ég var hald­in mik­illi þrá­hyggju. Mér var sagt að aya­huasca-meðferð gæti hjálpað fólki að vinna úr áföll­um og gæti einnig virkað vel á þrá­hyggju og fíkn. Ég hafði átt kær­asta vet­ur­inn áður í sjö mánuði og var ekki al­veg sátt við að hætta með hon­um, og endaði með þrá­hyggju af ástarsorg til hans. Þrá­hyggj­an var að drepa mig. Ég fór á botn­inn og áttaði mig á því og á und­ar­leg­an hátt, eins og svo margt í lífi mínu, þá hitti ég rétta fólkið á rétt­um tíma og ég skráði mig í aya­huasca-meðferð,“ seg­ir Beta og glott­ir yfir þessu og horf­ir út um glugg­ann, greini­lega hugsi.

 „Þetta var ótrú­leg upp­lif­un. Ég fann fyr­ir öll­um til­finn­ing­um í heim­in­um. Ég fæ löm­un­ina mína, ég upp­lifi til­finn­ing­ar tengd­ar eld­gos­inu. Ég sá ekki sýn­ir en sá sjálfa mig í aðstæðum og sá nýj­ar vídd­ir og liti. Fyrra kvöldið kýld­ist ég ofan í dýn­una sem lömuð og ég grét og grét og grét. Ég vissi ekki hvaðan grát­ur­inn kom. Ég ældi mikið og leyfði mér það. Ég fór í hug­an­um aft­ur á Grens­ás og sá al­var­leik­ann og sá hversu hrædd ég hafði verið þar. Þessi upp­lif­un var eins kon­ar spegl­un og ég fæ þarna að sjá þetta og skilja. Ég fæ að bera virðingu fyr­ir mér að hafa verið svona hrædd.“ 

Sam­an í stormi

Bók­ar­skrif­in hóf­ust í lok apríl og kem­ur bók­in Svo týn­ist hjart­ar­slóð út nú um helg­ina. Bryn­hild­ur Karls­dótt­ir var Val­geiri og Betu inn­an hand­ar sem ráðgjafi.

Bók­ar­skrif­in hafa þá verið mik­il veg­ferð?

Bókin Svo týnist hjartaslóð kemur út í vikunni.
Bók­in Svo týn­ist hjarta­slóð kem­ur út í vik­unni.

„Já. Ég er búin að ganga í gegn­um hel­víti með því að losa þetta út, með svo góðum ár­angri að ég hef aldrei verið eins ham­ingju­söm. Mér hef­ur aldrei liðið eins vel á æv­inni. Ég hef grátið í fang­inu á Val­geiri. Ég hef setið með ælu­dall fyr­ir fram­an hann. Ég hef viljað hætta þessu. Við höf­um tekið alls kon­ar dýf­ur en það hef­ur aldrei hallað á okk­ar sam­vinnu. Það er eins og við höf­um unnið sem einn maður sam­an í stormi.“

Ítar­legt viðtal er við Elísa­betu Reyn­is­dótt­ur í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina.  


Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka