Telja að nýútgefinn bæklingur sé bruðl

Bæklingnum var dreift víða á höfuðborgarsvæðinu.
Bæklingnum var dreift víða á höfuðborgarsvæðinu.

„Vakin er athygli á því að borgin hefur nýlega farið í átak til að hvetja íbúa til að sniðganga pappírsbæklinga en borgin fer sjálf gegn eigin hvatningu með því að dreifa pappír inn um allar lúgur óumbeðin.“

Þetta segja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fyrirspurn sem þeir lögðu fram á fundi ráðsins á fimmtudaginn.

„Inn um lúgur borgarbúa er að berast litprentaður bæklingur útgefinn af Reykjavíkurborg upp á 64 bls. um Græna plan borgarinnar og fasteignaþróunarverkefni. Borgarstjóri lætur sér ekki nægja að upplýsa borgarbúa, heldur sendir hann bæklinginn í nágrannasveitarfélög Reykjavíkurborgar. Þetta er bruðl að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,“ segja þeir ennfremur.

Borgarfulltrúarnir segja augljóst að Reykjavíkurborg sé komin langt út fyrir hlutverk sitt. Það sé ekki hlutverk borgarinnar að auglýsa Græna planið, sem ekki er búið að samþykkja, og fasteignaverkefni á kostnað útsvarsgreiðenda, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert