Grímuskylda á efstu stigum grunnskóla

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grímuskyldu verður komið á fyrir efstu stig grunnskóla þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra reglu, t.d. í sameiginlegum rýmum. Grímuskyldan gildir frá sjötta bekk og upp úr.

Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. Börnum á yngri stigum grunnskóla verður skipt niður í 50 barna hólf.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi þessi mál í Silfrinu í dag og í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Ekki verður grímuskylda fyrir yngstu skólastigin.

„Númer eitt, tvö og þrjú, þá viljum við tryggja menntun og að börnin okkar geti farið í skóla. Við þurfum að ná utan um það sem er stærsta samfélagsverkefnið í faraldri nýju kórónuveirunnar,“ sagði Lilja. 

Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í gær en samkvæmt þeim þurfa börn sem eru sex ára og eldri að fara eftir reglum um tveggja metra fjarlægð, fjöldatakmarkanir og fleira. 

Reglugerð um tilhögun skólastarfs birtist síðar í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert