Tveir létust vegna Covid-19 í nótt. Þeir voru á áttræðis- og níræðisaldri.
Því hafa fimm alls látist vegna Covid-19 í þessari bylgju faraldursins.
Fimmtán hafa alls fallið frá vegna Covid-19 síðan faraldurinn fór fyrst að breiðast út hérlendis. Á spítala eru 67 sjúklingar veikir af Covid-19 og af þeim eru fjórir á gjörgæslu.
Landspítali greinir frá dauðsföllunum á vefsíðu sinni og vottar aðstandendum samúð sína.