Robert Burke, flotaforingi og yfirmaður bandaríska sjóhersins, segir að samstarf Íslands og Bandaríkjanna sé gríðarlega mikilvægt í þágu NATO.
Bandaríkjaher vill fjölga sínum valkostum og lítur sérstaklega til Íslands vegna landfræðilegs mikilvægis þess.
Eining er meðal NATO-ríkja um að auka útgjöld til varnarmála til að styrkja bandalagið á norðurslóðum, en erfiðlega virðist ganga að finna hafnir til að þjónusta herskip bandalagsins, að því er fram kemur í viðtali við Burke í Morgunblaðinu í dag.