Andlát vegna Covid

mbl.is/Sverrir

Einn sjúklingur á Landspítalanum lést síðasta sólarhringinn úr Covid-19. Alls hafa því sex látist af völdum veirunnar frá því þriðja bylgjan hófst. Allir hafa þeir látist á Landspítalanum á rúmum tveimur vikum en tilkynnt var um fyrsta andlátið í þessari bylgju 16. október eða fyrir 17 dögum.

16 hafa látist af völdum Covid-19 á Íslandi, tíu í fyrstu bylgju faraldursins og sex nú í þeirri þriðju. Landspítalinn vottar aðstandendum samúð á vef spítalans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert