27 innanlandssmit – 10 utan sóttkvíar

AFP

Alls greindust 27 með Covid-19 innanlands í gær. Nú eru í 872 einangrun og hefur fækkað um 33 á milli daga en á mánudag voru 905 í einangrun. Á sjúkrahúsi eru 74 sjúklingar með kórónuveiruna og af þeim eru fjórir á gjörgæslu. Tíu voru utan sóttkvíar við greiningu í gær en í fyrstu tölum var sagt að þeir hefðu verið 11. Þetta þýðir að 17 voru í sóttkví eða 62,96% en 37,04% voru utan sóttkvíar við greiningu í gær. 

Sautján hafa látist af völdum Covid-19 á Íslandi, þar af sjö í þriðju bylgju faraldursins. All­ir hafa þeir lát­ist á Land­spít­al­an­um á rúm­um tveim­ur vik­um en til­kynnt var um fyrsta and­látið í þess­ari bylgju 16. októ­ber eða fyr­ir 18 dög­um.

108 einstaklingar yfir sjötugt með Covid 

Níu börn yngri en eins árs eru í ein­angr­un, 17 börn á aldr­in­um 1-5 ára eru í ein­angr­un og 70 börn 6-12 ára. 38 börn á aldr­in­um 13-17 ára eru með Covid-19 í dag þannig að alls eru 138 börn smituð af kór­ónu­veirunni í dag.

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 204 smit, á fer­tugs­aldri eru smit­in nú 103 tals­ins en í ald­urs­hópn­um 40-49 eru 128 smit. Á sex­tugs­aldri eru 104 með Covid og á sjö­tugs­aldri eru þeir 91 tals­ins. 45 eru með Covid á aldr­in­um 70-79 ára, 41 á níræðisaldri og 22 einstaklingar yfir nírætt eru með veiruna að því er fram kem­ur á covid.is.

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 607 í ein­angr­un og 1.171 er í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru 44 smitaðir en 105 í sótt­kví. Á Suður­landi eru 52 smit en 105 í sótt­kví. Á Austurlandi eru tvö smit og þrír í sóttkví. Á Norður­landi eystra eru 115 smit og 490 í sótt­kví. Á Norðvesturlandi eru níu smit og 17 í sóttkví. Á Vest­fjörðum eru 11 smit og 13 í sótt­kví og á Vest­ur­landi eru 27 smit og 160 í sótt­kví. Óstaðsett­ir í hús eru fimm smitaðir og 19 í sótt­kví. 

2.083 eru í sóttkví og 1.384 eru í skimunarsóttkví en í þeim hópi eru þeir sem þurfa að fara í sóttkví á milli skimana á landamærunum. Alls voru 1.862 sýni tekin innanlands í gær og 227 á landamærunum.

Miðað við 100 þúsund íbúa eru 188,4 smit innanlands síðustu tvær vikurnar en 21,5 á landamærunum á sama tímabili.  

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert