Bretar horfa til Íslands

Bresk yfirvöld horfa til reynslunnar frá Íslandi af 5 daga …
Bresk yfirvöld horfa til reynslunnar frá Íslandi af 5 daga sóttkví. AFP

Fimm daga sóttkví myndi nægja til þess að ná um 90% þeirra sem eru með kórónuveiruna og kæmi að góðum notum þegar ferðalög hefjast að nýju, að því er fram kemur í frétt Telegraph. Þar er vísað í rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar.

Í fréttinni kemur fram að óhætt sé að stytta sóttkví við komuna til Bretlands úr 14 dögum í fimm daga þegar takmörkunum verður aflétt þar í landi. Þar er vísað til skíðaferðalaga Breta um jólin. 

Telegraph segir rannsóknina, sem var unnin af Íslenskri erfðagreiningu vera þá stærstu og víðtækustu sem gerð hefur verið hvað varðar skimun fyrir Covid meðal farþega á milli landa.

Í frétt Telegraph kemur fram að í þessari viku muni samgönguráðherra Bretlands, Grant Shapps, og Matt Hancock heilbrigðisráðherra kynna hugmyndir um hvernig hægt sé að breyta fyrirkomulagi sóttkvíar við komuna til landsins með því að bjóða upp á skimun og stytta þannig sóttkvíartímabilið. Shapps hefur áður lýst yfir stuðningi við að stytta sóttkví í viku og ljúka henni með skimun en einnig er til skoðunar að stytta tímann enn frekar eða í fimm daga og nýtur sú hugmynd stuðnings ferðaiðnaðarins.

Frétt Telegraph 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert