Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví og verður þar til mánudagsins 9. nóvember. Ástæðan er veirusmit hjá starfsmanni á Bessastöðum. Forsetinn er án einkenna að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta.
Tilkynningin í heild sinn.
„Forseti Íslands Guðni Th Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna veirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. Starfsmaðurinn er nær einkennalaus og forseti hefur engin einkenni COVID-19 veirusjúkdómsins. Aðrir í fjölskyldu forseta þurfa ekki að vera í sóttkví,“ segir í tilkynningu.