Setja skynjara í snjalla dalla

Snjalltækni getur nýst á flestum sviðum samfélagsins, segir Hrafn Guðbrandsson, …
Snjalltækni getur nýst á flestum sviðum samfélagsins, segir Hrafn Guðbrandsson, hér við rusladallana sem eru við Strandgötuna. Með honum á myndini eru Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Eymundur Björnsson frá þróunar- og tölvudeild Hafnafjarðarbæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Fyrstu skrefin í snjallvæðingu Hafnarfjarðabæjar hafa nú verið tekin með uppsetningu veðurstöðvar loftgæðamæla og skynjara í rusladöllum á miðbæjarsvæðinu. Lýsir hf. í Hafnarfirði og starfsfólk þar hafa útbúið þessa tækni.

„Almenningur kallar eftir upplýsingum sem aftur má nýta til þess að skila samfélaginu margvíslegu hagræði,“ segir Hrafn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Lýsis, í samtali. Búnaðurinn var kynntur í sl. viku en í Hafnarfirði er vilji til þess að innleiða þessa tæknilausn víðar í starfsemi bæjarins.

„Við bindum miklar vonir við snjalltækni og að hún auki skilvirkni, hagræðingu og geti bætt þjónustu við íbúa,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, í umfjöllun um þetta mál í  Morgublaðinu í dag.

Af hálfu bæjaryfirvalda er horft til þess sem kallað er „snjallborg“ með skilvirkari þjónustu að leiðarljósi. Er núna meðal annars í skoðun að í Hafnarfirði verði settir upp heitir reitir á fjölförnum stöðum í bænum; það er svæði þar sem er aðgangur að þráðlausu neti og upplýsingaveitum á netinu. Þar hafa Thorsplan við Standgötu og tjaldsvæðið á Víðistaðatúni verið nefnd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert