Aukning í verslunum Krónunnar um 30%

Ásta Sigríður Fjeldsted.
Ásta Sigríður Fjeldsted. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikil aukning hefur orðið á sölu í verslunum Krónunnar að undanförnu, í sumum þeirra um allt að 30% séu síðustu mánuðir settir í samanburð við sama tímabil í fyrra.

Ásta Sigríður Fjeldsted sem tók við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins í byrjun október sl. segir þetta í raun ekki koma á óvart. Margir vinni – og borði – heima um þessar mundir, mötuneyti í skólum og á vinnustöðum eru lokuð og veitingastaðir að mestu sömuleiðis. Auk þess er lítið um ferðalög til útlanda.

Í Krónunni er nú meira keypt af ódýrari matvöru en áður sem Ásta telur að tengja megi við þrengri efnahag fólks. Almennt séu verslunarhættir mjög að breytast, þá einkum vegna tækniþróunar og þar sé margt spennandi í undirbúningi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert