Byggja þarf hratt upp

Nýjasta hjúkrunarheimili landsins, Hrafnista við Sléttuveg í Fossvogi, reis á …
Nýjasta hjúkrunarheimili landsins, Hrafnista við Sléttuveg í Fossvogi, reis á undraskömmum tíma. Þar eru 99 heimilismenn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegna fjölgunar eldri borgara á næstu árum og áratugum þarf að byggja fjölda hjúkrunarheimila til að halda í við þörfina, jafnvel eitt eða tvö á ári. Verði það ekki gert munu biðlistar lengjast frá því sem nú er.

Stærsti hópurinn sem flytur á hjúkrunarheimili er 80 ára og eldri þótt einnig þurfi hluti fólks á áttræðisaldri á þjónustu þeirra að halda. Fjölmennir árgangar komast á þennan aldur á næstu árum og áratugum auk þess sem fólk lifir almennt lengur.

Þrátt fyrir að hjúkrunarrýmum hafi verið fjölgað í ár og á síðasta ári eru nú yfir 400 aldraðir á biðlista hjúkrunarheimila. Meðalbiðtíminn hefur verið að lengjast og er nú sex mánuðir þótt stefna stjórnvalda sé að hann sé ekki lengri en þrír mánuðir. Hætt er við að biðlistar muni lengjast mjög í framtíðinni, þegar stórir hópar aldraðra ná 80 ára aldri. Til þess að það gerist ekki þarf að byggja tugi hjúkrunarheimila, ef til vill eitt eða tvö 100 rýma heimili á hverju ári. Sá framkvæmdahraði sem verið hefur á byggingu nýrra hjúkrunarrýma mun engan veginn duga til að anna þörfinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar má lesa um málið hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert