Byggingarkrani féll á byggingu við Mosagötu í Urriðaholti í Garðabæ nú fyrir skömmu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nýlega komið á staðinn. Ekki hafa borist tilkynningar um slys á fólki og hvorki lögregla né sjúkrabíll hafa verið kölluð til.
Um er að ræða nýbyggingu og eru engir íbúar í húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað hvað gerðist og voru slökkviliðsmenn boðaðir á staðinn að beiðni Vinnueftirlitsins. Gaskútar eru á þaki byggingarnar og munu slökkviliðsmenn skoða aðstæður þess vegna.
Að sögn vaktmanns slökkviliðsins hefur svona óhapp ekki verið á borði slökkviliðsins áður.