Hin slösuðu eru á þrítugsaldri

Karl og kona á þrítugsaldri voru í bílnum sem fór út af veginum við bæinn Ytri-Bægisá í Hörgársveit dag. Bíllinn valt inn á nærliggjandi tún þar sem kviknaði í honum.

Í tilkynningu á facebooksíðu lögreglunnar kemur fram að fólkið er talið slasað en það liggur á sjúkrahúsinu á Akureyri. Opnað var fyrir umferð um veginn fyrr í kvöld.

Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra segist ekki hafa frekari upplýsingar um líðan fólksins en bíllinn er ónýtur. Manninum tókst að kom­ast út úr bíln­um af sjálfs­dáðum en kon­an vankaðist og þurfti að hjálpa henni út.

Bíllinn varð alelda eftir veltuna.
Bíllinn varð alelda eftir veltuna. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert