Karl og kona á þrítugsaldri voru í bílnum sem fór út af veginum við bæinn Ytri-Bægisá í Hörgársveit dag. Bíllinn valt inn á nærliggjandi tún þar sem kviknaði í honum.
Í tilkynningu á facebooksíðu lögreglunnar kemur fram að fólkið er talið slasað en það liggur á sjúkrahúsinu á Akureyri. Opnað var fyrir umferð um veginn fyrr í kvöld.
Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra segist ekki hafa frekari upplýsingar um líðan fólksins en bíllinn er ónýtur. Manninum tókst að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum en konan vankaðist og þurfti að hjálpa henni út.