„Liggjum illa við höggi núna“

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Við liggjum illa við höggi núna,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is, vegna verkfalls flugvirkja sem kynni að hafa umtalsverð áhrif á björgunarhæfni Landhelgisgæslunnar, náist ekki samningar fljótt.

„Við erum einungis með eina vél tiltæka og ein er í skoðun. Við vitum ekki hversu lengi við getum haldið vélinni gangandi, hún gæti stoppað í dag eða á morgun,“ segir Georg. 

Verkfall flugvirkja kom Landhelgisgæslunni í opna skjöldu.
Verkfall flugvirkja kom Landhelgisgæslunni í opna skjöldu. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Georg segir að allt verði reynt til þess að draga úr hættu. „En ástandið er mjög alvarlegt. Það kom á óvart að þeir skyldu fara í verkfall. Þeir eru vel haldnir í launum og Landhelgisgæslan er góður vinnustaður. Eins og ástandið er í þjóðfélaginu í dag þá er ég afar hissa á þessu verkfalli,“ segir Georg.

Spurður hvort honum þyki líklegt að samningar náist áður en ástandið verður alvarlegt segir hann:

„Við erum ekki mjög bjartsýn hérna, miðað við það sem við höfum reynt.“ Deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en verkfallið hófst á miðnætti í gær og er ótímabundið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert