Nýju Marriott-hóteli vel tekið

Marriott Courtyard hótel
Marriott Courtyard hótel

Hans Prins, hótelstjóri á nýja Courtyard-hótelinu í Keflavík, segir útlitið bjart þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Hótelið var opnað í byrjun október en það er fjögurra stjarna og þar eru 150 herbergi.

Courtyard er eitt 30 vörumerkja sem heyra undir Marriott-hótelkeðjuna, sem er risi á alþjóðlegum hótelmarkaði. Þegar Morgunblaðið kom við á hótelinu voru hermenn úr bandaríska flughernum meðal gesta.

„Reksturinn hefur gengið vel við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu. Verðið fyrir gistinguna er mjög sanngjarnt miðað við gæði þjónustunnar,“ segir Prins. Nýja hótelið sé því vel samkeppnishæft. Staðsetningin skipti miklu máli en hótelið er steinsnar frá Keflavíkurflugvelli.

Þá styrki hið alþjóðlega vörumerki ferðaþjónustuna á svæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun blaðsins um hótel þetta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert