Undrast róttækar aðgerðir Dana

Peter og Trine Brinkmann Nielsen flögguðu í hálfa stöng í …
Peter og Trine Brinkmann Nielsen flögguðu í hálfa stöng í gær, en þau þurfa að lóga 250 þúsund minkum. AFP

Ákvörðun Dana um að lóga öllum minkum í landinu vegna kórónuveikinnar kom Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda, á óvart.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann að strax og umræða hafi byrjað í Danmörku um smit í minkabúum hafi minkabændur hérlendis fengið tilmæli um að gæta vel að smitvörnum og að utanaðkomandi fólk umgengist ekki dýrin. Ekki væru grunsemdir um smit í minkabúum hér.

Einar segir að mörgum spurningum sé ósvarað um aðgerðirnar í Danmörku. Vissulega séu sterkar líkur á að fólk geti smitast af minkum og í Danmörku séu margir minkar á stórum búum. Þar óttist menn að margar stökkbreytingar geti orðið sem ógni virkni bóluefna, sem aftur geti valdið faraldri með nýrri veiru. Aðrir sérfræðingar mótmæli þessu hins vegar og segi að stökkbreytingar í minkum séu ekki hættulegri en meðal manna.

Sýking á 200 búum af 1.150

Hann segir kórónuveiruna í minkum lýsa sér þannig að dýrin missi átlystina í 3-5 daga, en séu yfirleitt fljót að ná sér og mynda mótefni. Afföll hafi aukist úr 0,1-0,2% í 0,3-0,4% og einkum hafi gömul dýr og dýr með undirliggjandi lungnasjúkdóma drepist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert