Aðeins ein vél tiltæk ef eitthvað kemur upp á

Sem stendur er Landhelgisgæslan aðeins með eina þyrlu tiltæka í …
Sem stendur er Landhelgisgæslan aðeins með eina þyrlu tiltæka í útköll. mbl.is/Árni Sæberg

Landhelgisgæslan er aðeins með eina þyrlu tiltæka sem stendur. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir ljóst að ef verkfall flugvirkja dragist á langinn verði afleiðingarnar alvarlegar fyrir björgunargetuna. 

Flugvirkjar hjá LHG lögðu niður störf á miðnætti í fyrradag og hefur kjaradeilu þeirra verið vísað til sáttasemjara. 

Staðan er óbreytt frá því í gær en Georg Lárusson, forstjóri LHG, sagði í gær í viðtali við mbl.is að ekki sé vitað hversu lengi þau geti haldið vélinni gangandi. Vélarnar fara í reglubundna skoðun á ákveðið margra flugtíma fresti. 

„En þyrlur eru mannanna verk og geta bilað fyrirvaralaust. Það gæti allt eins gerst,“ segir Ásgeir.

„Okkar aðgerðir ganga allar út á það að halda þyrlurekstrinum gangandi eins lengi og við mögulega getum og um það snúast okkar viðbrögð fyrst og fremst,“ segir Ásgeir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert