Ástæða er til að banna lausagöngu

Sprett úr spori á þjóðveginum sem skapar bæði vandamál og …
Sprett úr spori á þjóðveginum sem skapar bæði vandamál og hættu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Fyrir íbúa, vegfarendur og okkur sem störfum í framlínu sveitarfélagsins eru aðstæður nú hálfgerður höfuðverkur. Lausaganga hrossa er ekki vandamál hér í sveit nema í undantekningartilfellum,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sveitarstjórn þar lýsti á síðasta fundi sínum þungum áhyggjum af lausagönguhrossum sem undanfarið hafa gjarna verið á og við Þjórsárdaldsveg, á móts við afleggjarann að bæjunum Minna-Núpi og Stóra-Núpi.

Hrossin hafa sloppið úr girðingum ítrekað og ekki hefur tekist að hafa upp á meintum eigenda þeirra, en hans skylda væri að gera úrbætur. „Beitiland er í knappara lagi og girðingar lélegar. Hrossin eru ekki í það slæmu ástandi að Matvælastofnun skipti sér af þeim. Girðingarnar eru lélegar en ekki svo að Vegagerðin hafi afskipti af málinu. Það er hálftíma akstur fyrir lögreglu að koma á staðinn. Þetta veit fólk og því hafa vegfarendur og nágrannar oftar en ekki lagt sig í hættu við að koma hrossunum af veginum. Fram til þessa hefur ekki verið ástæða til að banna lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu en nú virðist þörf á því,“ segir Kristófer í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert