Brexit sveif yfir fundum

Ásgrimur Halldórsson SF 250 og Jón Kjartansson SU 111 mætast …
Ásgrimur Halldórsson SF 250 og Jón Kjartansson SU 111 mætast á miðunum. mbl.is/Þorgeir

Útganga Breta úr Evrópusambandinu um áramót hefur haft mikil áhrif á strandríkjafundum haustsins um stjórnun veiða úr deilistofnum, en þar hafa Bretar tekið sæti sem sjálfstætt strandríki.

Niðurstaða náðist ekki á fundi um makríl og verður fundað á ný ekki síðar en 25. nóvember. Varðandi norsk-íslenska síld var ákveðið að setjast niður í janúar til að ræða stöðu Evrópusambandsins og hvort skilgreina eigi sambandið sem strandríki eða veiðiríki í síld. Ekkert heildarsamkomulag hefur verið í gildi síðustu ár um veiðar á deilistofnum í Norðaustur-Atlantshafi.

„Á fundinum um norsk-íslenska síld fór nokkur umræða fram um strandríkisstöðu einstakra aðila en eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er ljóst að Evrópusambandið, sem fékk viðurkenndan strandríkishlut í samningum strandríkjanna frá 1996 og síðan aftur árið 2007, telst ekki lengur vera strandríki. Þetta mál var ekki útkljáð á fundinum en Noregur, sem boðandi þessa fundar, mun kalla til sérstaks aukafundar í janúar þar sem þetta mál verður útkljáð,“ sagði í frétt á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins í lok október.

Kristján Freyr Helgason, formaður íslensku sendinefndarinnar í viðræðum um deilistofna, segir í Morgunblaðinu í dag að til að teljast strandríki þurfi fiskurinn, ungur eða gamall, að vera á einhverjum tímapunkti í lögsögu þess. Hann segir að hlutdeild ESB í veiðum á norsk-íslenskri síld hafi verið 6,51% samkvæmt samningi frá 2007, en síldin hafi lítið sem ekkert veiðst í lögsögu ESB síðustu ár. Á sama tíma geri bæði Færeyingar og Norðmenn kröfu um aukinn hlut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert