Helgi Bjarnason
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og hluti þeirra sveitarfélaga sem sagt hafa upp þjónustusamningum um rekstur hjúkrunarheimila ræða saman um beiðni SÍ um að sveitarfélögin annist verkefnið í átta mánuði til viðbótar, á meðan beðið er heildarendurskoðunar á daggjöldum og rekstri heimilanna.
Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp samningum, að því er fram kemur í Morgunblainu í dag.
Bæjarstjórarnir í Vestmannaeyjum og á Höfn telja ekki líklegt að samningar náist um framlengingu. Virðist þar stranda á því að Sjúkratryggingar hafi ekki verið tilbúnar að ábyrgjast skaðleysi sveitarfélaganna næsta árið. Sveitarfélögin sögðu öll upp samningum sínum vegna mikils hallareksturs á hjúkrunarheimilunum.
Nánar má lesa um þetta mál hér.