Farskjóta stolið frá frægum hjólamanni

Árni Bergmann
Árni Bergmann

„Þetta er illa gert göml­um manni,“ seg­ir Árni Berg­mann, rit­höf­und­ur og fv. rit­stjóri Þjóðvilj­ans. Um vika er síðan Árni varð þess var að reiðhjól hans var horfið frá Huldu­hól­um í Mos­fells­bæ, hvar hans annað heim­ili er.

Þetta er um margt kynd­ugt; líkt því að hand­bolta væri stolið frá Guðjóni Val Sig­urðssyni! Árni hef­ur í ára­tugi farið flestra sinna ferða á reiðhjóli og aldrei tekið bíl­próf. Er í raun merk­is­beri sam­göngu­máta sem æ fleiri til­einka sér.

„Stýrið er ryðgað,“ seg­ir Árni um hjólið góða sem hann vænt­ir þess að end­ur­heimta. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lét fyrr í vik­unni þau boð út ganga að verið væri að koma í rétt­ar hend­ur mun­um sem lagt var hald á við hús­leit í Mos­fells­bæ. „Ég þarf að kom­ast í sam­band við lög­regl­una og at­huga hvort hjólið leyn­ist þar.“

Sitt fyrsta reiðhjól eignaðist Árni tólf ára í Kefla­vík. Þegar hann kom heim frá námi í Rússlandi 25 ára gam­all byrjaði hann aft­ur að hjóla. Hef­ur síðan þá – í 60 ár – notað reiðhjólið til þess að kom­ast milli staða og oft haft vind­inn í fangið, í tvö­faldri merk­ingu. „Ég þakka hjól­reiðunum það að vera enn við ágæta heilsu, 85 ára gam­all,“ seg­ir Árni. sbs@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert