Guðni sendir Biden og Harris heillaóskir

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, hef­ur sent Joe Biden og Kamölu Harris heilla­ósk­ir, en fyrr í dag lýstu all­ir helstu fjöl­miðlar Banda­ríkj­anna því yfir að fram­boð þeirra hefði unnið for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um eft­ir að töl­ur frá Penn­sylvan­íu sýndu fram á auk­inn mun milli Bidens og Trumps í rík­inu.

Í kveðju sinni minn­ir Guðni á mik­il­vægi tján­ing­ar­frels­is og jafns rétt­ar allra borg­ara. „Ég sendi þeim heilla­ósk­ir og óska þeim alls velfarnaðar í vanda­söm­um störf­um. Fólki farn­ast hvarvetna best þegar virðing er bor­in fyr­ir frelsi til hugs­ana og tján­ing­ar, jöfn­um rétti allra borg­ara, jafn­rétti kynj­anna, umb­urðarlyndi og fjöl­breytni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert