Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir, en fyrr í dag lýstu allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna því yfir að framboð þeirra hefði unnið forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eftir að tölur frá Pennsylvaníu sýndu fram á aukinn mun milli Bidens og Trumps í ríkinu.
Í kveðju sinni minnir Guðni á mikilvægi tjáningarfrelsis og jafns réttar allra borgara. „Ég sendi þeim heillaóskir og óska þeim alls velfarnaðar í vandasömum störfum. Fólki farnast hvarvetna best þegar virðing er borin fyrir frelsi til hugsana og tjáningar, jöfnum rétti allra borgara, jafnrétti kynjanna, umburðarlyndi og fjölbreytni.“
Joe Biden hefur borið sigur úr býtum í forsetakosningum í Bandaríkjunum, með Kamala Harris varaforsetaefni sér við hlið....
Posted by Forseti Íslands on Saturday, November 7, 2020