Guðni sendir Biden og Harris heillaóskir

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir, en fyrr í dag lýstu allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna því yfir að framboð þeirra hefði unnið forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eftir að tölur frá Pennsylvaníu sýndu fram á aukinn mun milli Bidens og Trumps í ríkinu.

Í kveðju sinni minnir Guðni á mikilvægi tjáningarfrelsis og jafns réttar allra borgara. „Ég sendi þeim heillaóskir og óska þeim alls velfarnaðar í vandasömum störfum. Fólki farnast hvarvetna best þegar virðing er borin fyrir frelsi til hugsana og tjáningar, jöfnum rétti allra borgara, jafnrétti kynjanna, umburðarlyndi og fjölbreytni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert