Huawei gagnrýnir fjarskiptafrumvarp

Frá sýningu á vörum Huawei í Kína.
Frá sýningu á vörum Huawei í Kína. AFP

Huawei Sweden AB gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til fjarskiptalaga sem er til meðferðar á Alþingi.

ADVEL lögmenn hafa sent umsögn fyrir hönd svæðisskrifstofu kínverska tæknirisans í Svíþjóð til umhverfis- og samgöngunefndar. Bent er á að enn sé gert ráð fyrir að ráðherra geti með reglugerð útilokað búnað framleiðenda frá ríkjum sem standa utan öryggissamstarfs Íslands eða Evrópska efnahagssvæðisins.

Ekki sé gert ráð fyrir aðkomu sérfróðra aðila eða hagsmunaaðila, eins og fjarskiptafyrirtækja, að því að skilgreina hvað teljist vera viðkvæmur hluti farnets eða framkvæmd eiginlegs öryggismats.

Einkum tveir framleiðendur búnaðar þjónusti íslensk fjarskiptafyrirtæki, þ.e. Huawai og Ericson, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert