Sauma grímur frá morgni til kvölds

Anna Guðný Helgadóttir og Svava Daðadóttir reka Litlu saumastofuna við …
Anna Guðný Helgadóttir og Svava Daðadóttir reka Litlu saumastofuna við Brekkugötu á Akureyri. Þær hafa verið önnum kafnar við að sauma grímur eftir að sóttvarnaaðgerðir voru hertar hér á landi. mbl.is/Margrét Þóra

Það varð algjör sprenging um helgina, við létum vita af því á föstudagskvöldið að hjá okkur væri hægt að kaupa andlitsgrímur og það bókstaflega rigndi inn pöntunum,“ segja þær Anna Guðný Helgadóttir og Svava Daðadóttir sem eiga og reka Litlu saumastofuna við Brekkugötu 9 á Akureyri. Þær hafa rekið fyrirtækið undanfarin sex ár og hafa í nógu að snúast alla daga.

„Við höfum aðeins þurft að vanrækja okkar föstu viðskiptavini þessa viku og þeir hafa sýnt því skilning. Við settum grímusauminn í forgang enda fengum við alveg óskaplega mikið af pöntunum, eiginlega miklu fleiri en við áttum von á þegar við ákváðum að fara út í þetta. Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum,“ segja þær stöllur.

Áður höfðu þær saumað grímur fyrir sig sjálfar, ættingja og vini. Þegar hertar sóttvarnareglur vegna kórónuveirunnar tóku gildi um liðna helgi var sett á öflugri grímuskylda sem m.a. náði til barna og ungmenna í grunnskólum.

Þær Anna og Svava nýttu laugardaginn síðasta í að leita að og útvega efni sem hentaði í grímur og segja það hafa tekist vonum framar að finna viðurkennt efni. Það kom m.a. af höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert