Vill að loðdýrarækt verði hætt á Íslandi

Ágúst Ólafur vill að ræktun minka verði hætt á Íslandi.
Ágúst Ólafur vill að ræktun minka verði hætt á Íslandi. Samsett mynd

Ágúst Ólaf­ur Ágúst­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vill að loðdýra­rækt verði hætt á Íslandi. Þetta seg­ir hann í sam­tali við mbl.is. Ágúst Ólaf­ur birti fyrr í dag hug­leiðing­ar sín­ar um rækt­un minka og annarra loðdýra á Íslandi á Face­book í kjöl­far fregna um að kór­ónu­veir­an hafi smit­ast í minka og mink­ar í kjöl­farið smitað menn af stökk­breyttri veirunni. 

Í vik­unni var greint frá því að stökk­breyt­ing á kór­ónu­veirunni hafi greinst í fólki sem hafði smit­ast af mink­um í Dan­mörku. Í kjöl­farið var ákveðið að slátra öll­um mink­um þar í landi. Ástæðan er sú að vís­inda­menn telja að bólu­efn­in sem nú eru í þróun muni ekki koma til með að skila til­ætluðum ár­angri gegn hinni stökk­breyttu veiru. Ráðgert er að hefja skimun fyr­ir veirunni á minka­bú­um á Íslandi í vik­unni.

Ágúst seg­ir að loðdýra­rækt og svipuð starf­semi sé angi af um­hverf­is­vernd­ar­mál­um sem sjald­an kom­ist inn á borð Alþing­is. Í sam­tali við mbl.is sagðist hann vilja koma umræðunni inn á þing.

„Á Íslandi eru nú starf­rækt 9 minka­bú en voru þau 31 tals­ins fyr­ir 6. árum. Í dag eru bein störf þar und­ir 30 tals­ins og verður það að telj­ast af­skap­lega lítið í ljósi þess fórn­ar­kostnaðs sem hugs­an­lega verður af þess­ari rækt­un. 

Ég vil einnig full­yrða að rækt­un minka vegna skinns þeirra sé al­gjör tíma­skekkja og ekki í sam­ræmi við nú­tím­ann þegar kem­ur að dýra­vernd. Dýr­in eru ræktuð í litl­um búr­um sem er þeim eng­an veg­inn eðlis­lægt,“ seg­ir Ágúst. 

Hann bend­ir einnig á að fjöl­marg­ir fatafram­leiðend­ur séu löngu hætt­ir að nota skinn úr lif­andi dýr­um í fram­leiðslu sína. „Því til viðbót­ar hef­ur skinna­verð verið mun lægra en fram­leiðslu­kostnaður skinn­anna og erfitt að sjá nokkra rétt­læt­ingu á þess­um iðnaði,“ seg­ir Ágúst. 

Hann legg­ur því til að hið op­in­bera geri þeim fáu loðdýra­bænd­um sem eft­ir eru kleift að hætta al­farið sinni starf­semi með styrk og seg­ir að hægt sé að hugsa sér svipað fyr­ir­komu­lag og  þegar ríkið greiðir bænd­um sem þurfa að skera niður sauðfé vegna riðu. 

„Minka­rækt var bönnuð með lög­um á Íslandi árið 1950 og leyfð að nýju árið 1969. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa rækt­un frá og með 2025 og önn­ur lönd í Evr­ópu hafa einnig tekið slík skref.

Mér finnst um­hverf­is­mál eigi ekki ein­ung­is að snú­ast um grjót og urð held­ur einnig um dýr­in. Á það hef­ur svo sann­ar­lega vantað hér á landi. Hætt­um því loðdýra­rækt á Íslandi,“ seg­ir Ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert