10 af 13 andlátum tengjast Landakoti

Frá Landakotsspítala.
Frá Landakotsspítala. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Þorkelsson

10 af þeim 13 sem hafa fallið frá vegna Covid-19 í þessari bylgju faraldursins tengjast hópsmiti sem kom upp á Landakoti í lok október. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, í samtali við mbl.is.

„Það hafa orðið 13 andlát á Landspítala í þessari bylgju og þar af eru 10 sem tengjast Landakotssmitinu,“ segir Anna. 

Hún gat ekki gefið upp aldur þeirra þriggja sem létust á síðasta sólarhring en sagði langflesta þeirra sem eru inniliggjandi vegna Covid-19 vera eldra fólk. 

Niðurstöður frá Landspítala vegna rann­sókn­ar og rakn­ing­ar á smit­inu á Landa­koti eru væntanlegar. Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, verður á upplýsingafundi almannavarna á eftir. 

Smitið var tilkynnt til landlæknis 24. október. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, sagði í síðustu viku að hann myndi tilkynna almenningi og landlækni um leið og niðurstöður fyrrnefndrar rannsóknar lægju fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert