Geysisvegur haldist á skrá

Sveitarstjóri Bláskógabyggðar hefur óskað eftir því við Vegagerðina að áform um að fella Geysisveg af vegaskrá verði endurskoðuð. Kom þetta fram á síðasta fundi sveitarstjórnar.

Geysisvegur liggur af Biskupstungnabraut að húsaþyrpingu á bak við Hótel Geysi. Þetta er stuttur kafli sem Vegagerðin lagði og hefur haldið við.

Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri segir að Vegagerðin virðist fella vegi út af vegaskrá ef enginn er með lögheimili við þá. Í þessu tilviki búi fólk á svæðinu en mistök hafi orðið hjá Þjóðskrá við skráninguna. Er hún vongóð um að þetta verði leiðrétt og Vegagerðin falli frá áformum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert