Hlustað á Ísland um allan heim

Jarm lamba og dropar sem falla í íslenskum hellum eru á meðal þeirra íslensku hljóða sem róa nú fólk víða um heiminn. Undanfarin misseri hefur Kaśka Paluch safnað slíkum hljóðupptökum og gert aðgengilegar á nokkurs konar hljóðkorti af landinu á vefnum. Hugmyndin fæddist þegar hún leiddi sjóndapra konu um Raufarhólshelli.

Paluch kom hingað til lands fyrir sex árum og varð ástfangin að eigin sögn bæði af landinu og einum af íbúum þess. Hún hefur því dvalið hér síðan og starfað sem leiðsögumaður. Þegar faraldur kórónuveirunnar skall á byrjaði hún að vinna í verkefninu af krafti og afraksturinn má heyra á vefnum noisefromiceland.com.

Í myndskeiðinu er rætt við Paluch um verkefnið sem hún segir hafa fengið góð viðbrögð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert