„Hvenær kaupir maður bók?“

Bryndís Loftsdóttir.
Bryndís Loftsdóttir.

Óánægju hefur gætt hjá sumum útgefendum vegna topplista bókaútgefenda í október. Arnaldur Indriðason var á toppi listans, en svo vill til að bók hans kom út 1. nóvember sl. og hefði að mati margra ekki átt að geta verið á toppi októberlistans af þeim sökum.

Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda segir að þótt hún hafi skilning á gagnrýninni megi rekja skýringuna til þess að óvenjumargir titlar komu út í forsölu í ár. Þeirra á meðal bók Arnaldar.

„Það hefur margt breyst á einu ári og nú eru allir að selja bækur á netinu og í forsölu. Þangað til í fyrra var einungis ein bók sem hafði nokkru sinni komið í forsölu,“ segir Bryndís í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert