Félagið Orka náttúrunnar hefur verið sýknað af ásökunum fyrrverandi starfsmanns félagsins um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun.
Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en Vísir greinir frá.
Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, höfðaði mál í júní 2019 í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. Áslaug hélt því fram að sér hefði verið mismunað í launum á grundvelli kyns og þá krafðist hún bóta fyrir ólögmæta uppsögn.
Uppsögn Áslaugar Thelmu var metin lögmæt samkvæmt niðurstöðu úttektar á starfsmannamálum Orkuveitu Reykjavíkur sem voru kynntar í 2018. Þó var einnig komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði átt að fá skriflega skýringu á uppsögninni þegar hún átti sér stað, sem hún fékk ekki fyrr en nokkru síðar.