ON sýknað í máli Áslaugar Thelmu

Orka náttúrunnar er dótturfyrirtæki Orkuveitunnar.
Orka náttúrunnar er dótturfyrirtæki Orkuveitunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félagið Orka náttúrunnar hefur verið sýknað af ásökunum fyrrverandi starfsmanns félagsins um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. 

Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en Vísir greinir frá. 

Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, höfðaði mál í júní 2019 í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. Áslaug hélt því fram að sér hefði verið mis­munað í laun­um á grund­velli kyns og þá krafðist hún bóta fyr­ir ólög­mæta upp­sögn. 

Upp­sögn Áslaug­ar Thelmu var met­in lög­mæt sam­kvæmt niður­stöðu út­tekt­ar á starfs­manna­mál­um Orku­veitu Reykja­vík­ur sem voru kynnt­ar í 2018. Þó var einnig kom­ist að þeirri niður­stöðu að hún hefði átt að fá skrif­lega skýr­ingu á upp­sögn­inni þegar hún átti sér stað, sem hún fékk ekki fyrr en nokkru síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka