Vilja samstöðu gegn þjóðgarði

Nafnlaus foss við Sigöldu verður innan þjóðgarðsins.
Nafnlaus foss við Sigöldu verður innan þjóðgarðsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ítrekað fyrri bókanir sínar um andstöðu gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu.

Skorar sveitarstjórnin á önnur sveitarfélög í landinu að gera slíkt hið sama og sýna þannig samstöðu um að standa vörð um sveitarstjórnarstigið og lýðræðislegan rétt íbúa til að hafa áhrif á og koma að ákvörðunum er varða nærumhverfi þeirra.

Bókunin var gerð á fundi sveitarstjórnar fyrir helgi. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri segir að tilefnið sé yfirlýsing umhverfisráðherra um að frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs verði lagt fram á þingi á næstunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert