Yngvi Tómasson segir mega finna dæmi þess að íslenskar verslanir hafi fært sig alfarið yfir á netið og þannig sparað sér leigu á dýru verslunarhúsnæði á eftirsóttum stöðum.
Sá kippur sem varð í netverslun í kórónuveirufaraldrinum kom mörgum fyrirtækjum í opna skjöldu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Sum höfðu ekki komið sér upp netverslunum og önnur þurftu að taka vefsíður sínar í gegn og bæta þjónustu við viðskiptavini á netinu. Vönduð upplýsingagjöf skiptir miklu fyrir árangur netverslana og þurfa viðskiptavinir að vita að hverju þeir ganga hvað varðar sendingarkostnað og vöruskil.