11 smit innanlands – 6 í sóttkví

Á Íslandi hefur þeim fækkað hratt undanfarna daga sem eru …
Á Íslandi hefur þeim fækkað hratt undanfarna daga sem eru í einangrun. Myndin er úr safni AFP af hjúkrunarfræðingi sem er einangrun vegna Covid-19 smits á Spáni. AFP

Alls greindust 11 kórónuveirusmit innanlands í gær. Á sjúkrahúsi eru 70 sjúklingar vegna Covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu. Í einangrun eru 564 og hefur fækkað umtalsvert en í gær voru þeir 621. Ekki hafa verið svo fáir í einangrun á Íslandi síðan um mánaðamótin september/október.

Alls eru 1.076 í sóttkví og 1.019 eru í skimunarsóttkví. 

Af þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Íslandi eru 24 látnir.

Miðað við 100 þúsund íbúa eru 129 smit innanlands síðustu tvær vikurnar en 13,9 á landamærunum á sama tímabili. 

Tíu þeirra sem greindust með Covid-19 í gær fóru í einkennaskimun en eitt smit var greint í sóttkvíar- eða handahófsgreiningu. Við landamærin er eitt smit sem bíður mótefnamælingar en í gær voru sjö smit greind við landamærin.  

Af þeim sem greindust í gær voru sex í sóttkví eða 54,55% en fimm voru utan sóttkvíar. 1.265 sýni voru tekin innanlands í gær og 329 við landamærin.

86 börn með Covid-19

Fimm börn yngri en eins árs eru í ein­angr­un, 12 börn á aldr­in­um 1-5 ára eru í ein­angr­un og 45 börn 6-12 ára. 24 börn á aldr­in­um 13-17 ára eru með Covid-19 í dag. Alls eru því 86 börn smituð af Covid-19 þessa stundina.

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 104 smit, á fer­tugs­aldri eru smit­in nú 61 tals­ins en í ald­urs­hópn­um 40-49 eru 78 smit. Á sex­tugs­aldri eru 72 með Covid og á sjö­tugs­aldri eru þeir 79 tals­ins. 37 eru með Covid á aldr­in­um 70-79 ára, 34 á níræðisaldri og 18 einstaklingar yfir nírætt eru með veiruna að því er fram kem­ur á covid.is.

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 366 í ein­angr­un og 670 eru í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru 25 smitaðir en 66 í sótt­kví. Á Suður­landi eru 42 smit en 39 í sótt­kví. Á Austurlandi er ekkert smit og og enginn í sóttkví. Á Norður­landi eystra eru 108 smit og 175 í sótt­kví. Á Norðvesturlandi eru átta smit og einn í sóttkví. Á Vest­fjörðum eru tvö smit og sex í sótt­kví og á Vest­ur­landi eru 17 smit og 111 í sótt­kví. Óstaðsett­ir í hús er eitt smit og átta í sótt­kví. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert