98 hafa sótt um hlutdeildarlán

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir ný hlutdeildarlán
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir ný hlutdeildarlán mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú þegar hafa 98 einstaklingar sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þetta segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri stofnunarinnar. Opnað var fyrir umsóknir fyrir viku, en reglugerð um nánari útfærslu á lánunum tók gildi í gær. 

Hlut­deild­ar­lán­um sem ætlað er að hjálpa fyrstu fast­eigna­kaup­end­um og þeim sem ekki hafa átt fast­eign síðastliðin fimm ár og eru und­ir ákveðnum tekju­mörk­um að brúa bilið við fast­eigna­kaup. Segir Anna að ásóknin hafi verið meira en gert hafði verið ráð fyrir. 

30 byggingaraðilar í samstarf

„Þetta er ívið meiri áhugi en við áttum von á. Við eigum eftir að byrja að auglýsa og þess vegna áttum við ekkert endilega von á svona mikill ásókn strax,“ segir Anna sem kveðst vita til þess að um 30 byggingaraðilar séu búnir að skrá sig í samstarf við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. 

Í lögum um hlutdeildarlán er gert ráð fyrir að lánað verði til kaupa á 400 til 500 íbúðum árlega. Það er að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Það þarf margt að ganga upp til að hægt sé að lána, varðandi skilyrði til lána og íbúðina sjálfa. Í reglugerðinni eru mörkin skilgreind.“

Aðspurð segir hún að lánað verði til kaupa á einhverjum íbúðum á þessu ári en auk þess verði veitt lánsvilyrði. Gilda þau í þrjá mánuði. „Það er möguleiki á að eitthvað slíkt verði verði veitt í meira mæli á meðan íbúðir eru að koma inn á markaðinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert