Aðalmeðferð í máli Jón Baldvins hefst í janúar

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Skjáskot/Rúv

Aðalmeðferð í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar gegn fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni, Ríkisútvarpinu og dóttur Jóns, Aldísi Schram, hefst 13. janúar næstkomandi að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns Jóns Baldvins. 

Fyrirtaka í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fór fram í dag. 

Sumarið 2019 stefndi Jón Bald­vin dótt­ur sinni Al­dísi Schram vegna um­mæla henn­ar í Morgunútvarp­inu 17. janú­ar sama ár. Jón Bald­vin ger­ir ekki fjár­kröf­ur á hend­ur Al­dísi held­ur krefst þess að um­mæl­in, níu úr Morg­unút­varp­inu og ein af Face­book, verði dæmd dauð og ómerk.

Sig­mari er stefnt fyr­ir fern um­mæli úr þætt­in­um 17. janúar, en hann sagði í samtali við mbl.is á síðasta ári að ummælin væru end­ur­sögn á um­mæl­um Al­dís­ar í viðtal­inu og um­mæli sem hún hafði birt op­in­ber­lega á Face­book og aðrir miðlar höfðu vitnað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert