Dregur upp dökka mynd

Höfuðstöðvar RÚV við Efstaleiti.
Höfuðstöðvar RÚV við Efstaleiti. mbl.is/Eggert

Heims­far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar hef­ur haft í för með sér mik­inn kostnaðar­auka og tekjutap í rekstri Rík­is­út­varps­ins. Áætlað tap á rekstri RÚV á þessu ári er 250 millj­ón­ir króna, sem má ein­göngu rekja til áhrifa af far­aldr­in­um.

Þetta kem­ur fram í um­sögn Stef­áns Ei­ríks­son­ar út­varps­stjóra, sem hann hef­ur sent fjár­laga­nefnd við fjár­laga­frum­varp næsta árs.

Fram kem­ur að þegar far­ald­ur­inn skall á fyrr á þessu ári féllu tekj­ur Rík­is­út­varps­ins vegna aug­lýs­inga um­tals­vert. „Er áætlað að tekju­fallið á þessu ári verði um 300 [millj­ón­ir kr.]. Þá hef­ur RÚV orðið fyr­ir um­tals­verðum bein­um kostnaði vegna Covid-19, m.a. vegna þess hlut­verks sem RÚV gegn­ir sam­kvæmt landsáætl­un vegna heims­far­ald­urs in­flú­ensu og lög­um. Beinn auk­inn kostnaður verður hátt í 80 millj­ón­ir kr. á þessu ári. Áhrif Covid-19 á rekst­ur RÚV eru víðtæk­ari vegna þess að fjár­magnsliðir hafa hækkað um 90 [millj­ón­ir kr.] vegna geng­is­lækk­un­ar krón­unn­ar auk fleiri atriða. Niðurstaðan er því sú að þess­ir þætt­ir hafa mik­il áhrif á rekst­ur RÚV á ár­inu, eða um 470 [millj­ón­ir kr.] til hins verra,“ seg­ir Stefán í svari sín til Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert