Dregur upp dökka mynd

Höfuðstöðvar RÚV við Efstaleiti.
Höfuðstöðvar RÚV við Efstaleiti. mbl.is/Eggert

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft í för með sér mikinn kostnaðarauka og tekjutap í rekstri Ríkisútvarpsins. Áætlað tap á rekstri RÚV á þessu ári er 250 milljónir króna, sem má eingöngu rekja til áhrifa af faraldrinum.

Þetta kemur fram í umsögn Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra, sem hann hefur sent fjárlaganefnd við fjárlagafrumvarp næsta árs.

Fram kemur að þegar faraldurinn skall á fyrr á þessu ári féllu tekjur Ríkisútvarpsins vegna auglýsinga umtalsvert. „Er áætlað að tekjufallið á þessu ári verði um 300 [milljónir kr.]. Þá hefur RÚV orðið fyrir umtalsverðum beinum kostnaði vegna Covid-19, m.a. vegna þess hlutverks sem RÚV gegnir samkvæmt landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu og lögum. Beinn aukinn kostnaður verður hátt í 80 milljónir kr. á þessu ári. Áhrif Covid-19 á rekstur RÚV eru víðtækari vegna þess að fjármagnsliðir hafa hækkað um 90 [milljónir kr.] vegna gengislækkunar krónunnar auk fleiri atriða. Niðurstaðan er því sú að þessir þættir hafa mikil áhrif á rekstur RÚV á árinu, eða um 470 [milljónir kr.] til hins verra,“ segir Stefán í svari sín til Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert